Hef ekkert nennt að blogga enda hef ég yfirleitt ekki frá neinu að segja. Get þó með mikilli gleði tilkynnt að við erum alveg að verða búin að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni og fólk velkomið í kaffi hvenær sem er. Ég er t.d. búin að vera að líma plaköt og myndir upp í allt kvöld (gat sko ekkert lært fyrir öllum þessum framkvæmdum) og það er orðið mjög heimilislegt. Ætlaði svo að taka verðskuldaða pásu áðan og setjast á gólfið með rauðvínsglas og dást að fagurlega skreyttum veggjunum. Vildi þá ekki betur til en svo að ég rak feita rassgatið á mér í glasið svo allt rauðvínið (þetta var svo auðvitað restin af flöskunni og ekki til önnur) sullaðist á gólfið. Maaan hvað það var leiðinlegt. Ég fékk mér þá vatnsglas en það var vægast sagt anti-climax ársins.
21.1.03
Gotterí
Dlisted
Dúnja
Geimveran Tjess
Gott grín grín
Guðrún
Helga Þórey
PalliH
Sigurbjörn
Snilldur
STFU, Parents
Tinna Blaha
TinnaDK
Vegið úr launsátri
Fyrri færslur
- Skoh! Er ekki bara Frissa frænka mætt til mín! H...
- Jæja loftlaust á helvítis bílnum í dag eina ferðin...
- Ég er svooo glöð að vera komin með alnet heim til ...
- Æi ég verð að fara að snúa sólarhringnum við... af...
- Í beinu framhaldi af því... Note to self: MUNA AÐ ...
- Ha ha ha get aðeins skrifað þar sem ég er að leysa...
- Nenni ekki að skrifa baun í bala fyrr en ég er kom...
- Ég og Jóhanna gerðum ææææðislega gin-martini-klaka...
- Ég á svo mikið af drasli að það mætti halda að ég ...
- Heyrðu.... fíni sófinn sem ég keypti maður! Pullu...
<< Home