Harmsögur ævi minnar

21.1.03

Hef ekkert nennt að blogga enda hef ég yfirleitt ekki frá neinu að segja. Get þó með mikilli gleði tilkynnt að við erum alveg að verða búin að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni og fólk velkomið í kaffi hvenær sem er. Ég er t.d. búin að vera að líma plaköt og myndir upp í allt kvöld (gat sko ekkert lært fyrir öllum þessum framkvæmdum) og það er orðið mjög heimilislegt. Ætlaði svo að taka verðskuldaða pásu áðan og setjast á gólfið með rauðvínsglas og dást að fagurlega skreyttum veggjunum. Vildi þá ekki betur til en svo að ég rak feita rassgatið á mér í glasið svo allt rauðvínið (þetta var svo auðvitað restin af flöskunni og ekki til önnur) sullaðist á gólfið. Maaan hvað það var leiðinlegt. Ég fékk mér þá vatnsglas en það var vægast sagt anti-climax ársins.