Harmsögur ævi minnar

23.1.03

Mikið rosalega eru þessir skiptinemavinir hans Tobba skrýtnir! Þeir haga sér alltaf eins og þeir viti ekkert hvernig þeir eiga að vera eða hvað þeir eigi að segja. Þ.a.l. gera þeir mann hálf nervus því báðir aðilarnir eru alltaf að bíða eftir því að hinn segi eitthvað og maður verður rosalega meðvitaður um það hvað þetta er asnalegt. Á endanum lýgur maður bara að það sé að byrja tími sem maður þurfi að mæta í eða eitthvað, svona til þess að losna úr vandræðalegheitunum. Þetta er mjög skrýtið.