Harmsögur ævi minnar

26.1.03

Nennir ekki einhver framtakssamur bissnessgæi að opna sjoppu hérna nálægt mér. T.d. bara í íbúðinni við hliðina eða eitthvað. Það er sko margra kílómetra labb í næstu sjoppu hjá okkur og það er alveg að fara með mig.... Þetta er líka frábært tækifæri, garanteraður gróði að eiga sjoppu sem ég og Tobbi verslum við. Við kunnum okkur ekki hóf í neinu nefnilega og höfum eytt óheyrilegum fjárhæðum í sælgæti á liðnum árum. Þið kannski komið þessu áleiðis til rétta fólksins...