Harmsögur ævi minnar

31.1.03

Er annars að fara í kúreka/white-trash partý í kvöld.... á samt ekki neitt outfit sem fellur í þessa kategóríu. Ég hringdi samt í mömmu og hún ætlaði að reyna að finna ógeðslega ljót kúrekastígvél sem ég man eftir frá því ég var lítil. Svo verð ég bara að túpera á mér hárið og setja á mig mikinn kinnalit. Það verður síðan frábær lífsreynsla að reyna að klöngrast labbandi í partýið á boots. Í þessu líka viðbjóðslega veðri. Ég dett nefnilega við ýmis tækifæri og þarf hvorki hálku né hæla til þess. Ég verð bara að setja rauðvínsflöskuna í frauðplast svo hún bjargist...