Harmsögur ævi minnar

10.2.03

Ætli maður blaðri ekki eitthvað. Ég verð nú að segja eins og Jóhanna...ég er orðin hálfleið á þessu bloggi. Hún er líka að fara að hætta sniff sniff. Sjáum til....

Annars er svo ógeðslegt að reyna að lifa í svona veðri - maður á svaka bágt. Ég og Tobbi erum þess vegna lögst í híði og fórum og keyptum okkur beikon og franskar til að setja í frysti og stórt stykki af parmigiano og nokkra mozzarella. Svo ætlum við að liggja heima sofandi (ég skrópaði einmitt í morgun svona til að þið vitið að mér sé alvara) og ef við vöknum þá fer annað hvort okkar (jú...sennilega Tobbi) og nær í ost og beikon og við tyggjum það þar til það líður yfir okkur aftur. Svo má einhver hringja í okkur í maí - júní til þess að segja okkur að kjarnorkuveturinn sé genginn um garð. Þá förum við að vinna og eigum péééééninga!!!