Harmsögur ævi minnar

6.2.03

Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið hvað hafi orðið um hæstvirtan bjórmálaráðherra. Var ég næstum því viss um að téður ráðherra stundaði nám við Háskóla Íslands eins og undirrituð en þó hafði ég ekki orðið hans vör síðan í byrjun janúar. Rakst síðan á kauða reykjandi upp við ógeðs-Lögberg í dag og brá svo mikið að ég gleymdi að spyrja hvar hann hefði alið manninn. Mér þykir nefnilega vænt um bjórmálaráðherra því hann er líka frændi minn. Því vil ég biðja hann ef hann les þetta að minna mig á næst þegar við hittumst að spyrja hvað sé títt.
Og svo er líka óhollt að reykja. Og dýrt.