GLUTTONY
Guð er byrjaður að refsa mér fyrir syndir mínar. Hverju byrjaði hann á? Jú gömlu góðu græðginni. Þannig var mál með vexti að ég var að versla í Krónunni með hjásvæfu minni og það var stór stafli af konfekti á afsláttarverði um leið og maður kom inn. Ofan á staflanum var opinn kassi til að maður gæti smakkað konfektið. Tobbi smakkaði og ég ætlaði líka að smakka en gat ekki látið mér nægja einn mola og laumaðist til að taka tvo. Og viti menn... í refsingarskyni losnaði silfurfylling úr einum jaxlinum og þegar ég læsti tönnunum í konfektið fékk ég þvílíkan sársaukastraum í gegnum allan líkamann að það hálfa væri nóg. Fari það grábölvað. Ég er nú sem betur fer að fara til tannsa á morgun; ég er búin að þurfa að borða allt nammi bara hægra megin í nokkra daga. Eini gallinn er að nú þarf ég að borga honum morð fjár til þess að gera við eitthvað sem hann gerði illa í upphafi. Eða annars hefði fyllingin ekki losnað eða hvað?
<< Home