Harmsögur ævi minnar

20.2.03

Nú þarf ég að fara að berja manninn sem ber út Fréttablaðið hjá okkur. Það er aldrei komið fyrr en tíu eða ellefu! Á meðan sit ég bara með tóman kornflex disk því ég nenni ekki að lesa aftan á mjólkurfernuna í þúsundasta skiptið. Og það er ekki hægt að borða morgunmat án þess að lesa e-ð. Eða sko.... EF ég væri vöknuð sæti ég og biði. En það er ekki málið. HANN veit ekkert hvenær ég vakna. Ég gæti farið á fætur klukkan hálf sjö for all he knows. Og þá myndi ég vilja fá Fréttablaðið mitt.