Harmsögur ævi minnar

19.2.03

Friðsemd frænka (sem var týnd en er núna komin í leitirnar) var að tilkynna mér að önnin væri hálfnuð og því komin tími til að læra eitthvað áður en prófin byrja. Ansans ári! Hálfnuð??!! En en en... hvar er ég eiginlega búin að vera? Þetta er rosalega skrýtið mál. Og ég er sko í engu stuði til að setjast við lestur. Ég er hins vegar í miklu stuði til að spila GETTU BETUR sem ég býst fastlega við að verði gert í afmælinu hans Óla um næstu helgi. Ég verð að vinna í þessu helvítis spili... ég held að ég hafi alltaf verið í tapliðinu. En það er þá auðvitað hinum að kenna að við töpum. Jú jú. Ég er rosa klár sko, ég næ bara svo sjaldan að láta ljós mitt skína. Svo hægir rauðvínið oft á manni. Ææææi hvern er ég að blekkja. Ég veit ekki baun í bala.