Harmsögur ævi minnar

20.2.03

Blóð

Í næstu viku ætla ég að fara í Blóðbankann.
Það er sko alveg rétt sem Spörri Sjeríós segir að það er borgaraleg skylda allra sem það geta að gefa blóð. Maður veit aldrei, kannski þarf maður einhvern tímann að fá blóð og yrði þá feginn góðmennskunni hjá öllum sem hafa látið pumpa úr sér í gegnum árin.

En svona fyrir utan það þá er ég líka svo ógeðslega forvitin að vita í hvaða blóðflokki ég er. Það er nú bara hálf asnalegt að vera 25 ára og vita ekki í hvaða blóðflokki maður er.