Ekkert smá gaman í afmæli hjá Óla um helgina, æðislega góður matur og svona.
Svo var líka gaman að fá loksins að spila nema liðið mitt tapaði tvisvar í Gettu Betur. Ég man bara svei mér þá ekki hvort ég hef einhvern tímann verið í vinningsliðinu í því spili... ég held bara ekki. Ég fékk þó smá uppreisn æru undir morgun þegar ég vann afmælisbarnið og Frist í Triviali með því að giska á að það væru milljón attí e-ð í einu nanó e-ð.
Við vorum nú samt aðallega fegin að klára helvítis spilið, þetta var nefnilega gamla Trivialið og þær eru nú ansi strembnar sumar spurningarnar. Við vorum örugglega í þrjá tíma með þetta eina spil. En áfengisdrykkja og kjaftagangur hefur kannski hægt aðeins á okkur. Samt gaman.
<< Home