Jæja loksins búin að fá lykilorðið í Íslendingabók en fann svosem ekkert til að tala um. Er bara skyld öllum í 7. - 10. ættlið. Mér létti þó að sjá að ég og Tobbi erum bara skyld í sjöunda, ef við eignumst börn þá verða þau a.m.k. ekki með aukafót út úr bakinu eða eitthvað álíka.
Það hefði nú verið gaman að uppgötva að maður væri þremenningur við e-n vin sinn. Svona e-ð til að spjalla um sko. Ég held áfram að leita.
<< Home