Annars ætla ég að troða mér í heimsókn í kvöld og horfa á ER. Ég er ekki búin að sjá einn einasta þátt í marga mánuði. Þegar ég bjó heima hjá pabba mátti ég heldur eiginlega ekki horfa á þá því honum fannst þeir svo heimskulegir og leiðinlegir. Ég held samt að hann hafi bara verið hræddur við blóðið.
Anyway... Aðdáun mín á þáttunum er ekki síst að þakka karlpeningnum í þáttunum sem er ansi hreint sexý. Þar eru þó fremstir meðal jafningja króatíska kyntröllið Dr. Luka Kovac og félagi hans poor-little-rich-kid Dr. John Carter. Þeir eru ótrúlega klárir læknar og geðveikt kynþokkafullir. Annað eins hefur ekki sést síðan Dr. Doug Ross hætti að gleðja augu okkar á skjánum.
<< Home