Harmsögur ævi minnar

10.3.03

Ég vil bjóða alla velkomna á síðuna mína sem er með nýju og glæsilegu útliti. Já maður er að verða nokkuð sleipur í þessu...

Svo ætla ég að biðja ykkur að senda mér góða strauma svo ég hætti að vera veik.
Ég er í sjálfskipuðu veikindafríi frá skóla en neyðist til að fara uppeftir á eftir og hlusta á fyrirlestur um óákveðinn og ákveðinn greini í rúmensku. Ef ég verð heppin dett ég og fótbrýt mig á leiðinni og þarf ekki að mæta.

Að lokum vil ég mæla með barbecue-borgaranum á T.G.I.-Friday's. Það er þokkalega sveitt kvikindi, með laukhringjum og öllum fjandanum. Reddaði veikindahelginni hjá mér og gerði mig glaða.
Og ég fékk líka kokkteilsósu með frönskunum.