Harmsögur ævi minnar

17.3.03

Þá sér nú loksins fyrir endann á þessum bévítans veikindum. Blessuð fúkkalyfin segi ég nú bara. Það eina góða sem hefur komið út úr þessum viðbjóði að ég ætti ekki að þurfa að verða veik fyrr en í fyrsta lagi 2017. Ég er sko búin að taka út minn skerf. En ég ætla nú ekki að hrósa happi of snemma... vona bara það besta.

Annars var ég að spá í dálítið í dag. Hafið þið ekki hitt fólk sem drekkur ekki áfengi (og þá meina ég fólk sem hefur aldrei drukkið áfengi - ekki þá sem hafa hætt því af einhverjum ástæðum) og spurt það af hverju það drekki ekki og það svarar þá: "Ég er bara svo klikkuð/klikkaður fyrir að ég þarf ekkert að drekka! Geturðu ímyndað þér hvernig ég væri ef ég væri full/ur!!!"

Af hverju heldur þetta fólk að það verði snælduvitlaust þó það fái sér í glas? Ég skil þetta ekki... það er alveg hægt að finnast áfengi vont eða hafa bara ekki áhuga á því að drekka eða eitthvað svoleiðis en þetta er eitthvað svo asnalegt... að halda bara að maður FRÍKI ÚT af því að drekka einn bjór!!!