Harmsögur ævi minnar

18.3.03

Nú eru æsispennandi hlutir að gerast... ég ætla nefnilega kannski í skólann á morgun og þar með út úr húsi í fyrsta skipti síðan ég quantum-leapaði mig til læknis á föstudaginn síðastliðinn.

Ég veit ekki hvort líkami minn á eftir að þola þessi viðbrigði... ég er orðin svo sjúklega stressuð yfir þessum veikindum að ég þori ekki inn í forstofu að ná í póstinn af ótta við norðangarrann sem næðir inn um hálfopna bréfalúguna. Helst myndi ég vilja teipa fyrir allar rifur á húsinu, pakka mér inn í sæng og skríða upp í rúm með bók og tebolla. Þannig slær mér örugglega ekki niður.

Já... það má eiginlega segja að ég sé orðin fangi geðveiki minnar.