Harmsögur ævi minnar

29.3.03

Ferming á morgun!

Mmmm... ég er sko alls ekki ein af þeim sem finnst leiðinlegt að fara í fermingarveislur. Það er alltaf klikkað gott að éta og svo er fjölskyldan mín svo skemmtileg. Reyndar fannst mér mín eigin veisla ekkert æðisleg en það er nú bara af því að fermingarbarnið þarf alltaf að mingla við alla. Þegar maður er gestur getur maður fundið sér góðan stað og svo troðið sig út af mat og kökum án þess að nokkur taki eftir því.

Eini gallinn með morgundaginn er að af því að þetta er systir mín sem er að fermast þarf ég að fara í kirkjuna líka. Og ÞAÐ er sjitt leiðinlegt. Ég bauðst til að leggja lokahönd á salinn; klára að leggja á borð og svona meðan hin væru í messu en neeei, í kirkjuna skyldi ég fara. Til þess eins að horfa á 200 gelgjur tauta ritningargrein ofan í bringuna á sér í gegnum teinóttar tennur. Ég er að meina það - þessi athöfn tekur þrjá tíma. Að minnsta kosti.

Kannski get ég verið með vasadiskó.