Gleymdi alveg að segja frá myndatökunni.
Ég semsagt fór í myndatöku með systkinum mínum þar sem næstyngsta stykkið er að fara að fermast. Það gekk nú allt saman vel þannig séð, ég og eldri systir mín sátum voða penar á einhverjum stólum og hin stóðu við hliðina á okkur.
Svo stillti hann okkur upp þannig að við stóðum... OG ÞÁ LÉT HANN MIG STANDA Á UPPHÆKKUN!!!
Honum hefur greinilega fundist ég of lágvaxin miðað við hin systkinin (sem eru reyndar óðum að ná mér) og reddaði málunum svona.
Ég var nú næstum því móðguð og ætlaði að segja honum að ég væri nákvæmlega meðalhæð íslenskra kvenna! En ég vildi svo ekki eyðileggja daginn þar sem þegar hafði átt sér stað ósætti milli áðurnefnds fermingarbarns og móður þess í sambandi við hárgreiðsluna.
En þið getið hlegið núna; ég er greinilega dvergur.
<< Home