Hélt fyrirlestur ásamt tveimur öðrum ungum stúlkum í dag og komst nokkuð skammlaust (held ég) frá mínum hluta: viðtengingarhætti og boðhætti í ítölsku. Það vantaði reyndar inn í glærurnar og svo missti ég pennann minn. En það er nú bara smotterí.
Þegar heim var komið var ég svo ánægð yfir því að vera búin með þetta að ég ákvað að þrífa klósettið. Fattaði svo þegar verknaðurinn var vel á veg kominn að í rauninni ætti ég aldrei að þurfa að þrífa þetta klósett heldur sambýlismaður minn, ástkær Tobbalicious.
Ástæðan er sú að pissusletturnar sem prýða setuna og leka niður með skálinni alla leið niður á gólf, geta ómögulega verið frá mér komnar. Ég hef bara ekki tól í það að pissa svona út fyrir. Hins vegar hef ég séð til sambýlismannsins þegar hann tappar af sér og get fullyrt að við þann verknað hefur maðurinn alls ekki góða stjórn á þessu verkfæri sem þó virkar vel við aðrar aðstæður.
Einu sinni ætlaði hann nú að gleðja mig blessaður með því að pissa sitjandi og subba þannig sem minnst út. En það er alveg ofboðslega ókarlmannleg athöfn að pissa sitjandi... og eiginlega bara hlægilegt. Þess vegna veit ég eiginlega ekki hvað er hægt að gera við þessu. Kannski verður maður bara að hafa klósettið skítugt. Alltaf.
<< Home