Harmsögur ævi minnar

31.3.03

Fékk stúdentablaðið í gær. Það var leiðinlegt eins og venjulega. Það rétt bjargaði því að það voru myndir af tveimur sætum skiptinemum; Svía og Finna minnir mig.

Það var samt ekki eins leiðinlegt og Garðatíðindi eða hvurn andskotann sem það hét. Blaðið fyrir íbúa Stúdentagarðanna. Jú jú það er sjálfsagt gagnlegt til að koma upplýsingum og svoleiðis á framfæri. Sagan um mömmumorgnana var þó algjör óþarfi, bláfátækar námsmömmur sem hittast vikulega og búa til skonsur úr gömlum hafragraut.

Þó að eitthvað af þessu liði kunni ekki að fara með peninga og hafi það slæmt er óþarfi að vera að bögga okkur hin með svona hryllingssögum.