Mér finnst ekki skemmtilegt lagið sem gellan vann með í söngkeppni menntaskólanna. E-r r'n'b útgáfa af vísum Vatnsenda-Rósu. Hrmpfff.
Svo vil ég benda þeim á sem vilja létta sér mánudaginn að ná sér í síðasta hefti af "Orðlaus" (fæst alls staðar ókeypis) og lesa grein eftir þrjár ungar stúlkur um það hvort það skipti máli hvernig þær eru klæddar þegar þær fara út að skemmta sér. Þetta er svo botnlaus snilld að það er ótrúlegt. Ég hélt að svona fólk væri bara til í bandarískum unglingamyndum. Ég varð a.m.k. alveg orðlaus. Ha ha ha.
Og ef þú vilt fara í bíó sjáðu þá Adaptation....og ekki seinna en í kvöld.
<< Home