Það var líka geðveikt gaman í fermingarveislunni og hrikalega góður matur. Ég og Tobbalicious vorum svo dugleg að borða að við fengum franska súkkulaðiköku með okkur heim í verðlaun.
Ég þyrfti bara að kaupa rjóma til að éta með henni en nenni því ekki því veðrið er fokking truflað. Ég skil bara ekki hvað gengur á. Það er búið að vera vor í allan vetur og loksins þegar það á að koma vor verður allt snælduvitlaust.
<< Home