Nautsj, komst á undraverðan hátt á netið í minni tölvu. Ég á ekkert endilega von á því að það gerist aftur svo það er víst best að nota tækifærið og blogga smá.
Minn heittelskaði Jonathan er kominn til að vera hjá mér allan júlí. Það er ótrúlega ánægjulegt. Hann er eini maðurinn sem ég þekki sem er hægt að detta í það með og spjalla svo um málfræði allt kvöldið. Gríðarlegt stuð.
Svo kvaddi Subbi með pompi og pragt á miðvikudaginn... lenti meira að segja í handalögmálum í kveðjupartýinu sínu (ekki við mig þó...), geri aðrir betur. Hann sagðist myndu sakna mín en ég gat því miður ekki fengið mig til að svara í sömu mynt. Hann var ágætur greyið, bara ekki sem meðleigjandi. Nú loksins verður hreint og fínt hjá okkur.
Og talandi um hreint og fínt... óþol dagsins er sko alveg þegar fólk tekur þvottinn minn niður af snúrunni til að búa til pláss, ætlar svo að gera mér svaka greiða og brýtur saman fyrir mig. Já nei nei nei, það er ekki gott! Einhver hafði t.d. brotið saman fyrir mig handklæði og rúmföt í gær á kolvitlausan hátt. Ég reyndi að slétta úr öllu og brjóta rétt saman en þá voru ennþá línurnar eftir vitlausu brotin sjáanleg AAAARRRGG! Mér er sko skapi næst að henda þessu öllu aftur í þvottavélina.
<< Home