Harmsögur ævi minnar

16.4.06

Eins og aðrir útskrifaðir MR-ingar fékk ég í vikunni sent voða fínt afmælisútgáfuskólablað. Það er þrælgaman að fletta því, en best er samt að það er í akkúrat klósettstærð. Mann vantar nefnilega alltaf eitthvað heppilegt að lesa á klóinu. Og þetta blað bjargaði mér aldeilis í kvöld þar sem ég er búin að sitja á dollunni, nötrandi og skjálfandi síðan, tjah, um það leyti sem ég tróð síðasta súkkulaðibitanum ofan í troðfullt kokið á mér.

Svona hefnist manni fyrir græðgina. Ég missti meira að segja af næstum allri Ocean's 11 sem ég ætlaði svo að horfa á. Það er svöl mynd með svölum karlmönnum og svalri tónlist. Julia Roberts er aftur á móti ekki svöl. Hún er hundljót. Og sénsinn að George Clooney væri skotinn í henni.