Harmsögur ævi minnar

15.4.06

Vááá, hvað ég er þunn. Var í einhverju kókaín/kampavínspartýi langt fram á nótt og fékk far heim í limmu því ég var náttúrulega í stuttum kokkteilkjól og himinháum hælum. Geðveikt stuð.

Nei þetta er bölvuð lygi.

Klukkan er semsagt 10 á laugardagsmorgni og ég er búin að vera að læra í einn og hálfan tíma. Hálf neyðarlegt eitthvað. Ó jæja, svona er lífið.

En ef einhver annar er með skemmtilegar djammsögur síðan í gær má sá hinn sami gjarnan skella þeim inn.