Djöfulsins vonbrigði er þessi búlla uppi á Grensásvegi sem þykist vera útibú af ísbúðinni í Vesturbænum. Ef ég bið um lítið af nammi í þeytinginn minn þá vil ég LÍTIÐ AF NAMMI. Og ísinn á ekki að bráðna um leið og hann snertir boxið... þá er hann ekki nógu frosinn. Ég þarf ekki að lufsast út í ísbúð til þess að kaupa 3 kg af smartís með smá mjólkurslettu á, ég get alveg fixað það sjálf. Og já, ég er kannski óþarflega pirruð yfir þessu en þetta er uppáhalds ísinn minn og ég var mjög spennt að vanda. Nú ætla ég að bruna upp á Grensásveg og roundhouse-kikka þetta ömurlega afgreiðslulið í barkakýlið. Nei ókey, kannski ekki en ég fer a.m.k. aldrei þangað aftur. Kannski veiði ég bara leifarnar af smartís-fíestunni upp úr ruslinu og býð öllum krökkunum í hverfinu í nammiveislu. Nóg er nú til. Aaaaaaarg hvað ég er fúl.
<< Home