Harmsögur ævi minnar

21.8.08

Nýja myndbandið með Páli Óskari er mjög flott. Hins vegar finnst mér öll tónlist sem frá honum kemur frekar slöpp. Það bara vantar allt fútt í hana.
---
Um helgina ætla ég í sumarbústað. Þar verður ekki hlustað á Pál Óskar hugsa ég. En það er aldrei að vita nema maður hendi Feargal Sharkey á fóninn ef sá gállinn verður á manni.
---
Ég er með ótrúlega magnað lyktarskyn. Ég á t.d. mjög erfitt með að hætta að reykja því þá finn ég yfirnáttúrulega mikla lykt af öllu. Núna er einhver helvítis lykt að bögga mig heima hjá mér. Þetta er lykt eins og af nýburaskít eða gömlu nautahakki. Hvaðan hún kemur veit ég ekki... og kæri mig kannski ekki um að vita.