Harmsögur ævi minnar

28.7.08

Ég og hjássi vorum að ræða það áðan að við þyrftum að fara að halda partý. Það er aðallega vegna þess að við viljum ekki venja nágrannana á að geta sofið vært allar helgar. Þá verður fólk bara frekt. Nú er alveg mánuður síðan við héldum partý síðast og ég er bara svei mér þá steinhissa á því að það sé ekki búið að hringja á lögregluna til að tékka á því hvort við séum á lífi.

Annars var þetta bara grútmyglaður mánudagur að vanda. Hér er því lag sem er svo hresst að það gæti fengið Björn Bjarnason til að hrista á sér skankana sem óður maður væri. Ég, Glói og Snorrinn dönsuðum einmitt við þetta á föstudaginn. Og ef þið heyrið einhvers staðar að ég hafi verið ein að dansa við þetta og þeir að hlæja að mér þá er það lygi. Haugalygi.