Mig langar ótrúlega í rauðvínsglas en það er ekki til. Hins vegar er til hálf flaska af 10 ára gömlu heimabrugguðu rabarbaravíni með korkbitum sem bróðir hjásvæfunnar lét hann hafa. Ég veit svei mér þá ekki hvort ég legg í það.
---
Ég verð að fara að drullast í klippingu. Svona þunnhærðlingar eins og ég verða að vera almennilega snyrtir, annað er nú bara ekki hægt. Ég er að auki búin að fylgjast grannt með litaþróuninni á strýinu og til allrar hamingju sýnist mér ég ekki vera að verða rauðhærð eftir allt saman.
<< Home