Harmsögur ævi minnar

3.7.08

Oj oj oj oj! Tánöglin af annarri litlu tánni á mér er að detta af... þvílíkur hryllingur! Ég veit ekki af hverju í fjandanum... en mér dettur helst í hug holdsveiki eða eitthvað þaðan af verra. Ég hef ekki getað stigið í fótinn síðan ég komst að þessu fyrir nokkrum tímum, ekki út af sársauka nei nei nei, heldur klígjar mig svo við tilhugsuninnni. Þetta bætist ofan á allt annað sem er að mér, t.d. krónískur magaverkur og brjóstsviði, vöðvabólga, varta á milli tánna (sem ég er að fokkíng drepast í), unglingabólur á gamals aldri, bjórvömb og frekjuskarð. Í ofanálag er svo búið að taka úr mér hálskirtla, nefkirtla (tvisvar!), botnlanga, liðþófa og búa til nýtt krossband í hnéð á mér. Talandi um að skrapa úr botninum á genapollinum, skamm skamm mamma og pabbi.