Harmsögur ævi minnar

18.6.08

Ég fékk mér kandífloss í gær... það var sko alls ekki eins vont og mig minnti. Neheits, það var sko nammigott. Einnig gerði ég dauðaleit að hoppukastala fyrir fullorðna en slíkt var ekki að finna í miðborginni. Er þessi 17. júní bara fyrir smákrakka eða hvað? Ég heimta að Jakob Frímann leysi þetta vandamál og það strax.
---
Hjásvæfan fékk vini í mat á mánudagskvöldið. Einn þeirra sagði mér frá atviki sem hann lenti í á læknabiðstofu í Bandaríkjunum. Hann sat og beið eftir tímanum sínum og á móti honum sátu hjón á besta aldri. Karlinn las í staðreyndabók og spurði konuna um hitt og þetta. Karl segir: "Jæja, hér er listi yfir tíu fátækustu lönd í heimi. Hvað heldur þú að sé fátækasta land í heimi?" Konan hugsar sig um í smástund og svarar svo "hmmm... Afríka?" "Uuuu nei!" segir maðurinn hneykslaður, "Afríka er sko ekki einu sinni á listanum!"