Harmsögur ævi minnar

16.6.08

Þetta var alveg fáránlega skemmtileg helgi... eða föstudagskvöldið öllu heldur. Það var svo gaman að restin af helginni fór nú í hálfgerða leti. Eeeen það er nú bara einn vinnudagur og svo 17. júní þannig að það er ekki alslæmt.

Kannski maður skelli sér í bæinn og kaupi gasblöðru og kandífloss. Ég held ég hafi ekki étið kandífloss síðan ég var svona sex ára og fór í tívolí með mömmu og pabba. Þá var mig búið að dreyma um kandífloss frá fæðingu og röflaði og röflaði þangað til þau splæstu á mig einu stykki; fagurbláu og risastóru. Það er nú skemmst frá því að segja að mér fannst það ógeðslegt en þorði ekki að kvarta því ég var búin að biðja um þetta svo lengi. Ég tróð þessu klístri þess vegna ofan í kokið á mér og kúkaði meira að segja grænu í nokkra daga á eftir. Svona hefnist manni fyrir að röfla.