Harmsögur ævi minnar

2.6.08

Nú er kominn tími til að taka til í fataskápnum... ég er búin að búa hér í níu mánuði og veit alveg orðið hvað ég nota (ef ég finn það) og hvað ég nota ekki. Við erum með einn fataskáp sem skiptist í þrjár einingar; tvær með hillum og eina með slá fyrir herðatré. Hilluskáparnir svona rétt sleppa en skápurinn með slánni er farinn að bögga mig meira en góðu hófi gegnir. Hann er bara alltof troðinn. Það er ekki hægt að taka út eitt herðatré án þess að sjö í viðbót troðist með. Ég sagði við hjássa að ég ætlaði að kíkja á þetta eitthvert kvöldið þegar hann væri að vinna, og reyna að sortéra út það sem við notum aldrei. "Já, ástin mín", sagði hann, yfir sig ánægður með framtakssemina hjá letingjanum mér. Ok buddy, það verða föt annars hvors okkar sem fá að fjúka... þú vilt kannski giska á hvort okkar verður fyrir valinu hjássi minn?

(Og áður en þið haldið að ég sé samviskulaus tík þá notar hann þessi föt aldrei. Ég hins vegar gæti óvænt fengið boðskort í ofurfínt kokkteilboð í Perlunni hvenær sem er og þá er nú gott að hafa glyðrukjólana við hendina.)