Harmsögur ævi minnar

20.5.08

Ég er að horfa á Eurovision-undankeppnina og annaðhvort er ég með svona mikinn athyglisbrest eða öll atriðin alveg ógeðslega léleg... ég er a.m.k. búin að gleyma öllum lögunum og það er ekki einu sinni búið að kjósa.

Samt finnst mér Eurovision skemmtilegt og ég drulluhlakka til að fara í kokkteilapartý á laugardaginn. Það væri náttúrulega skemmtilegra að hafa Ísland með en fokkitt... það eru allir alltaf orðnir blindfullir áður en stigagjöfin byrjar hvort eð er.

Ég hlakka extra til núna því ég hef alltof oft misst af Euro út af einhverjum fáránlegum búsetum í útlöndum. Ég gerði heiðarlega tilraun til að horfa í fyrra. Þá hjólaði ég ofurölvi á pöbb í Cambridge með hollenskum meðleigjanda mínum (eftir að við höfðum hitað upp heima með rommi í hvítvín). Þar náði ég að panta einn bjór og sjá tvær þjóðir gefa stig áður en ég ruslaðist heim aftur á hjólinu og sofnaði í öllum fötunum ofan í kebabið mitt. Classy. Í ár ætla ég að minnsta kosti að komast úr skónum áður en ég drepst með einhvern helvítis skyndibita í fanginu.