Harmsögur ævi minnar

13.5.08

Hjásvæfan er uppi í skóla að læra fyrir próf og ég er ein heima...JIBBÍ!!! Ekki misskilja mig... hjássi er svosem ágætur en mér finnst yndislegt að hafa holuna fyrir sjálfa mig. Við erum nefnilega alltaf með nefið ofan í hvort öðru þegar við erum bæði heima, enda svosem ekki annað hægt á öllum þrjátíuogeitthvað fermetrunum. Mikið langar mig að vera með herbergi fyrir mig... dææææs.

Eníhú, þegar maður er einn heima er hægt að rifja upp hin ýmsustu áhugamál eins og t.d. að

...reyna að krækja hnjánum utan um hálsinn á sér (sama í hvora áttina það er)
...reyna að blása sígarettureyk út um eyrun
...reyna (árangurslaust) að finna upp fullkomið flokkunarkerfi fyrir alltof litla bókahillu
...nudda límleifar af ikea-húsgögnum með hreinsuðu bensíni
...setja persónulegt met í að halda niðri í sér andanum
...henda mygluðu grænmeti úr ísskápnum (af hverju ætli það sé aldrei myglað súkkulaði til að henda?)
...láta smella í kjálka og hnjám

Þetta er alveg hreint dásamlegt.