Harmsögur ævi minnar

8.4.08

Grjónagrautur er með því betra sem ég fæ, en grjónagrautur með rúsínum er með því verra sem ég fæ. Samt finnast mér rúsínur góðar. Hvernig stendur eiginlega á þessu?
---
Þegar ég og hjásvæfan vorum á leið heim frá Akureyri um daginn á 30 km/klst. í brjáluðum snjóstormi og hálku hlustuðum við á Bítlaþáttinn með Ingólfi Margeirs. Það var fínasta afþreying en það stakk mig svolítið að alltaf þegar hann talaði um Yoko Ono í eignarfalli sagði hann Yokos; „Dóttir Yokos“ o.s.frv. Hefði ekki verið eðlilegra að hafa það annað hvort óbreytt eða þá Yokoar?

Svo sagði hann reyndar líka albúm þar sem ég hefði frekar notað plata en það er nú kannski meiri tittlingaskítur.