Ái ái ái. Mér finnst leiðinlegt að væla en þetta er mitt blogg og ég ætla bara samt að gera það. Ég er búin að vera meira og minna sofandi í allan dag... rankaði við mér áðan og ætlaði að sofna yfir sjónvarpinu en það var Skólahreysti í því. Það finnst mér ekkert skemmtilegt. Hjásvæfan fór út að horfa á fótbolta og drekka bjór. Það var ágætt því þó mér finnist fínt að hafa einhvern til að vorkenna mér er afskaplega lítið pláss hérna, og það verður ennþá minna þegar annar aðilinn er lasinn og fúll. Hann var nú svo sætur að útbúa fyrst handa mér súpu og setja verkjalyf og kók við rúmið. Og tölvuna, svo ég gæti a.m.k. bloggað um síðustu mínútur míns viðburðaríka lífs ef ég tæki upp á því að hrökkva upp af rétt á meðan hann skryppi á pöbbinn. En nú er ég komin með hausverk af ljósinu frá tölvunni svo ég ætla að hvíla mig.
Meeeen, það sökkar að vera veikur.
<< Home