Geeeisp... búin að fá mér ristað brauð og kakó og kúri nú uppi í rúmi með tölvuna (og hjásvæfuna hrjótandi við hliðina á mér). Ég er sko langt frá því að vera sybbin enda hraut ég meira og minna fyrir framan sjónvarpið í gærkvöldi... ægilegur fjölskyldusjúkdómur; ég man hvorki eftir mömmu né ömmu fyrir framan sjónvarpið öðruvísi en sofandi.
Annars er ég svona að velta fyrir mér möguleikum dagsins... á ég að þvo þvott... rysuga kannski, kíkja í sund, eða keilu jafnvel? Eða kannski bara í Krónuna. Ákvarðanir ákvarðanir. Jæja, ég nenni a.m.k. ekki að standa upp undan sænginni strax. Ef ég baaaara gæti teygt mig í möffins með tánum væri lífið alveg yndislegt.
<< Home