Harmsögur ævi minnar

2.2.08

Þetta verður viðburðaríkt ár... mig langar gríðarlega að fara til Sardiníu þar sem Glókollur er nú að fara að flytja þangað. Svo er búið að bjóða mér í tvö brúðkaup á Englandi í sumar, eitt í Cambridge og eitt í Kantaraborg. Og ég sem er að reyna að klóra mig upp úr skuldafeninu sem ég er búin að sökkva ofan í eftir öll þessi ár sem iðjuleysingi í háskóla! Það er eins gott að hjásvæfan fái gott pláss á sjó í sumar. Núna þarf hann heldur ekki að eyða öllum peningunum sínum í það að hringja í mig til útlanda.

Annars er ég heima að hanga. Var ég nokkuð búin að segja það áður að það er uppáhaldshluturinn minn? Alveg yndislegt. Best að hella sér upp á kaffi.