Harmsögur ævi minnar

21.1.08

Fyndið að hlusta á vælið í nýja minnihlutanum í Reykjavík áðan... allir geðveikt sárir yfir svikum og prettum Óla. Var þetta ekki nákvæmlega það sama og Bingi gerði fyrir þremur mánuðum? Ekki það að ég hafi viljað fá sjálfstæðismenn til valda aftur - alls ekki. En það þýðir ekkert að vera með svekkelsi, svona er þetta bara.
---
Mér finnst mjög gaman að glápa á handbolta, enda eina íþróttin sem ég hef nokkru sinni nennt að æfa. Hins vegar er ég alveg laus við það að tapa mér úr bjartsýni í stórmótum vegna þess að það verður að segjast eins og er: við erum bara ekkert sérstaklega góð.

Ég held að Íslendingar haldi að handboltalandsliðið sé gott af því við sökkum aaaaðeins minna í handbolta en öðrum íþróttum. Sannleikurinn er sá að á góðum degi, þegar allt gengur upp, erum við bara sæmileg í handbolta. Ekkert meira. Þess vegna er ég alveg sallaróleg yfir þessu blessaða Evrópumóti.
---
Og talandi um handbolta, þá var ég einu sinni skotin í Júlíusi Jónassyni, Einari Þorvarðarsyni og, jú, Guðmundi Hrafnkelssyni. Fjúff, það var gott að koma þessu frá sér. Ég var reyndar svona tólf ára en ég held svei mér þá að það sé ekki afsökun.