Harmsögur ævi minnar

26.12.07

Jedúddamía hvað þetta er búið að vera yndislegt. Við kærustuparið eyddum jólunum í veiðikofa rétt hjá Hellu ásamt slatta af fjölskyldumeðlimum. Þar lágum við og horfðum á vídeó, spiluðum, spjölluðum, sváfum, átum og fórum í heita pottinn. Það var líka sérstaklega hressandi að vera tölvu- og símasambandslaus svona til tilbreytingar. Brunuðum í bæinn í gær til að ná í hangikjötsveislu hjá ömmu og drukkum svo rauðvín og spiluðum Super Mario langt fram á nótt.

Ég fékk svo mikið af fínu dóti og er búin að borða svo mikið að ég er ekki einu sinni neitt rosalega fúl yfir því að þurfa að vinna á morgun.

Nú er bara að preppa sig fyrir áramótaheitið sem er... vill einhver giska? Jú, auðvitað að hætta að reykja.

Annars má ég ekkert vera að þessu enda er hér konfekt sem étur sig ekki sjálft og góð mynd að byrja í sjónvarpinu.

Og gleðileg jól dúllurnar mínar, þó það sé kannski heldur seint í rassinn gripið!