Harmsögur ævi minnar

2.12.07

Ég gekk framhjá 10-11 rétt í þessu og var þá ekki uppáhalds afgreiðslumaðurinn minn að raða í hillur. Hann er eini starfsmaðurinn þarna sem gerir eitthvað og er að auki einstaklega almennilegur.

Hann er reyndar rauðhærður en það er sama. Það má segja ýmislegt um rauðhærða en það verður ekki af þeim tekið að þetta er afskaplega kurteist og vinnusamt fólk.