Það virðist enginn vita hvort Hagkaup er eintala eða fleirtala. Ekki einu sinni þeir sem stjórna þar. A.m.k. gefa þeir út bækurnar Eftirréttir Hagkaupa og svo aftur Kökubók Hagkaups. Ég verð svei mér þá að viðurkenna að ég veit ekki hvað mér finnst um þetta mál, en ég held þó að ég myndi hallast að fleirtölunni.
Hjásvæfan er að sjóða súpu og ég sagði honum að það mætti ekki hafa nein áhöld ofan í henni meðan hún væri að sjóða. Þegar hann krafðist svara sagði ég að eiturefni í járninu gætu losnað úr læðingi við svona mikinn hita og eitrað súpuna. Ég hef sko ekki hugmynd um hvort það er rétt. Samt finnst mér svona eiginlega að ég verði að halda mig við þessa sögu... hver veit, kannski er þetta bara akkúrat málið.
<< Home