Í fyrradag var ég orðin nokkuð áhyggjufull þar sem ég hafði ekki gengið örna minna almennilega allan daginn. Venjulegt fólk hefði sjálfsagt ekki kippt sér upp við þetta, en ég er vön að tappa almennilega af nokkrum sinnum yfir daginn og því illt í efni. Um hálf sex fór þó að birta til og allt fór sína leið eins og vera ber. Þá mundi ég það að ég á að treysta líkamanum mínum.
Því hann veit sem er að það er fátt betra en að kúka á yfirvinnukaupi.
<< Home