Nú jæja, var að ræða við sambýlismanninn um smákökubakstur. Ég...eh...við erum nefnilega búin að ákveða hvaða sortir við ætlum að baka. Nema hvað að nú kemur upp úr dúrnum að hann vill baka einhverja ókunnuga sort sem mamma hans bakar alltaf. "Já já, sjáum nú til með það" sagði ég og spurði hann hvernig smákökur þetta væru. "Þær eru með svona súkkulaðidropum ofan á", sagði hann. "Já, ég skil, en hvernig bragð er af þeim?", "nú, bara svona smákökubragð" var svarið sem ég fékk. Við vitum semsagt ekki hvort uppáhalds smákökur kærastans míns eru með súkkulaði-, vanillu-, smjör-, haframjöls-, kókos- eða engiferbragði. Eða einhverju allt öðru bragði kannski. Kommonn maður, hvernig er ekki hægt að vita hvernig uppáhalds smákökurnar sínar eru á bragðið?!
<< Home