Við sváfum illilega yfir okkur í morgun sem var alls ekki gott. Dagurinn fer alltaf í tómt fokk hjá mér þegar ég sef yfir mig. Ég varð illa geðsjúk af pirringi og allt var ómögulegt í vinnunni svo ég strunsaði út við fyrsta tækifæri. Ég brunaði upp í Skútuvog að sækja farsíma hjásvæfunnar í viðgerð. Ég kom 17:10 og það lokaði 17:00. Þá sturlaðist ég. Hvers á maður að gjalda að vera í vinnu allan helvítis daginn? Hvenær á maður eiginlega að geta gert nokkurn skapaðan hlut?
Anyway... til að nýta ferðina fór ég í Bónus en var búinn að steingleyma því að það er ekki til að létta lund nema síður sé. Ég þrammaði þar í gegn eins og fíll með fyrirtíðaspennu en náði þó að komast út stórslysalaust. Þegar ég kom heim trylltist ég því ég a) var ógeðslega svöng, b) náði ekki að halda á öllu helvítis draslinu inn og það datt fullt af dóti á rennblauta stéttina. Ég missti svo veskið mitt í drullupoll líka en það var nú ekki svo afleitt því það er vant slæmri meðferð... t.d. missti ég vatnsglas ofan í það sem brotnaði um síðustu helgi en það er nú önnur saga.
Ég er nú öll að koma til, en það er nú víst vissara að koma sér snemma í rúmið svo það sama gerist ekki á morgun. Og af því að ég er svo nýorðin gömul þá kann ég ekkert á þetta... hvað þurfa svona gamalmenni að sofa lengi eiginlega?
<< Home