Jæja þá er maður loksins kominn í fullorðinna manna tölu og er það svosem ekkert nema gleðilegt (held ég!). Ég þakka kærlega fyrir allar kveðjur og þúsund milljón þakkir til ykkar sem komuð í ammmæli til mín á föstudaginn og tókuð þátt í skemmtilegasta partýi sem ég hef haldið. Allt ykkur að þakka dúllurnar mínar - þið eruð bezt í heimi! Alveg væri ég glötuð án ykkar. Og gjafirnar voru geggjaðar, allar með tölu. Takk takk takk!
<< Home