Harmsögur ævi minnar

15.9.07

Ég held ég sé bara öll að koma til. Ég vaknaði meira að segja í morgun með mikla löngun í súkkulaðimorgunkorn sem er góðs viti. Ég og hjásvæfan ræddum það í þaula hvaða morgunkorn við (lesist: hann) ættum að kaupa og urðum loksins sammála um Weetos því það er jú sykurminnsta súkkulaðimorgunkornið á markaðinum. Núna myndi Snorri halda því fram að það væri svipað og að segja: "Syphilis - The best of the sexually transmitted diseases".

Burtséð frá því þá var Weetosið ekki einu sinni neitt spes... eini kosturinn er að maður fær ekki sár í góminn eins og af Kókópöffsi. Kókópöffs er samt miklu betra. Hmmm... sífilis eða klamydía? Held ég fái mér bara ristað brauð á morgun.