Við skötuhjúin liggjum heima hjá mömmu og reynum að jafna okkur eftir þessa mögnuðu helgi þar sem lítið var sofið en mikið sukkað. Alveg kreisí maður og brjálað stuð. Ég komst að því að ég á besta kærastann. Hver annar hefði farið út í búð í miðju eftirpartýi og keypt kókómjólk, jógúrt, banana og sígarettur handa mannskapnum? Algjört yndi.
Svo er ég að reyna að manna mig upp í það að fara í bankann í vikunni og grenja út pening fyrir öllum þessum yfirdráttum sem hlóðust á mig í háskólanámi. Það sökkar.
Hvað í fjandanum er ég annars að gera með veðrið í Cambridge á síðunni ennþá? Redda því á árinu. Geeeeeiiisp.
<< Home