Harmsögur ævi minnar

29.6.07

Aftur ætlaði ég að vera löngu búin að blogga en netið er búið að vera eitthvað leiðinlegt.


Jæja... ég náði að skila inn ritgerðinni eins og frægt er orðið. Ég þurfti svo að verja hana á miðvikudaginn. Ég var svo stressuð að ég fór að væla uppi í hljóðfræðilabi ein á þriðjudagskvöldið. Algjört breakdown bara. En þetta fór nú allt saman vel, við fáum reyndar ekki einkunnir fyrr en á mánudag en þau sögðu að ég hefði náð og að þetta hefði bara verið afskaplega fínt hjá mér.


Í dag koma Glói og Gimmi til mín... ég er einmitt að blása á mér hárið og svona fyrir maraþonsessjón á pöbbnum áður en við höldum til Sardiníu á mánudag. Stuð stuð stuð. Ég má semsagt ekkert vera að þessu og hendi bara inn nokkrum myndum í staðinn:






































































Góða helgi gullin mín!!!